Lárus SigurðssonLárus Sigurðsson fjöllistamaður er fæddur í Kópavogi árið 1969. Hann nam M.Art.Ed í listkennslu í Listaháskóla Ísland. Lárus stundaði nám í listfræði við Háskóla Íslands og nam hljóðfærasmíðar og Waldorf listkennslu við EmersonCollege UK: Hann stundaði nám í tónlistarskóla FÍH og er auk þess lærður grjót og torf hleðslumaður. Hann starfaði sem tónlistakennari á Sólheimum í Grímsnesi og vinnur nú þar sem umsjónarmaður og leiðbeinandi í listasmiðju. Hann hefur fengist við að smíða hörpur og höggva út tröll og kynjaverur úr timbri og grjóti. Lárus hefur samið ógrinni af tónlist s.s. kvikmyndatónlist og spilar á gítar og hörpu. Á sýningunni "Um Tröll, Gyðjur og Menn" sýnir Lárus 7 húmorísk tröll og vindhörpu. Lárus Sigurðsson 2020 Húmorísk Tröll |
Tenglar |
© 2022 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is
Mávur l Kt.: 680509-0850 l Bnr: 0111-26-10080 l VSK 104164 l Sími: 845 1780 l Netfang: [email protected]