Gerhard König

Gerhard König högglistamaður er fæddurí Þýskalandi árið 1949. Hann nam höggmyndalist í Sviss og Þýskalandi og hefur starfað sjálfstætt að list sinni jafnframt því að kenna listsköpun í Sviss, Þýskalandi og á Íslandi. Við listsköpun sína notar Gerhard einkum rekavið og grjót. Gerhard kom fyrst til Íslands sem ferðamaður árið 1994. Eftir það kom hann hingað á hverju sumri, ferðaðist um landið og hjó út styttur, mest úr rekaviði.  Árið 1998 kom hann fyrst í Selárdal og heillaðist af verkum Samúels Jónssonar sem þá voru í niðurníðslu. Frá árinu 2004 hefur Gerhard farið  á hverju sumri í Selárdal og unnið að viðgerðum og endurgerð  þessara fágætu alþýðulistaverka. Segja má að Gerhard hafi borið hita og þunga af endurreisn Listasafns Samúels í Selárdal.  Árið 2010 flutti hann alkominn til Íslands og hefur haldið hér námskeið í högglist, leirstyttugerð og mósaik . Auk þess hefur Gerhard unnið bæði á Sólheimum í Grímsnesi og Ásgarði í Álafosskvos.

·      Sýningar á Íslandi:

·      Ráðhúsinu í Reykjavík 1998

·      Dalsá í Mosfellsdal 2000

·      Höggmyndagarður við Sesselíuhús á Sólheimum síðan 2003

·      Álafosskvos 2013

·      Verk staðsett á Íslandi:

·      Sólheimar í Grímsnesi

·      Grettisgata í Reykjavík

·      Hallormsstaður

·      Húsavík

·      Straumfjörður í Borgarbyggð

·      Dalsá í Mosfellsdal

·      Álafosskvos

Á sýningunni "Um Tröll, gyðjur og Menn" sýnir Gerhard 15 höggverk úríslensku basalti og rekaviði.


       Gerhard König 2020
Tenglar

Mávur l Kt.: 680509-0850 l Bnr: 0111-26-10080 l VSK 104164 l Sími: 845 1780 l Netfang: [email protected]