Færslur: 2014 Febrúar

10.02.2014 00:00

Gönguleiðir

Hellissandur er yst á Snæfellsnesinu, norðanmegin við dyr þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Þaðan er  stórbrotið útsýni til Snæfellsjökuls og yfir hraunið sem runnið hefur úr honum í aldanna rás. Hellissandur er talinn vera einn af elstu bæjum á Íslandi og hefur verið í byggð síðan á 13. öld. Í dag búa á Hellissandi um 380 manns, í Rifi um 160  og í Snæfellsbæ öllum búa 1720 manns 

Á Snæfellsnesi eru óteljandi náttúruperlur til sjávar og sveita. Ströndin er margbreytileg. Þar eru langar sandfjörur, stórkostlegar klettamyndanir, hellar og fuglabjörg. Fjöllin eru tilvalin til gönguferða og af þeim er ægifagurt útsýni. 

Fjölmargar spennandi gönguleiðir má nefna t.d. Rauðhól, Saxhóla, Öndverðarneshóla og Purkhóla sem eru fyrrum eldstöðvar. Auk þess eru í hrauninu margir hellar til dæmis við Eyvindarhóla, Brugghellir og Sönghellir við Arnarstapa og hellar við Saxhól og Purkhóla. Ekki má gleyma Skarðsvík, Keflavíkurbjargi, Djúpalónssand og Dritvík sem eru einstaklega fallegir staðir við ströndina.

Í boði er margvísleg afþreying og dægradvöl s.s. sjóstangveiði, fuglaskoðunarsigningar, veiði í ám og vötnum, gönguferðir, fuglaskoðun og jöklaferðir

03.02.2014 21:06

Gisting á Snæfellsnesi

 Nú er rétti tíminn til að bóka gistingu fyrir sumarið 2014.
  • 1

Mávur l Kt.: 680509-0850 l Bnr: 0111-26-10080 l VSK 104164 l Sími: 845 1780 l Netfang: mavur@mavur.is