06.06.2013 10:17

Lífsbjörg undir Jöklisem er 24 stunda sólstöðu- og áheitaganga þann 22.-23. júní um þjóðgarðinn Snæfellsjökul

Ný útfærsla er í ár á sólstöðugöngu um þjóðgarðinn Snæfellsjökull. Gengið verður í slóð verndarans Bárðar Snæfellsáss og safnað áheitum í þágu björgunarsveitarinnar Lífsbjargar sem einnig vakir yfir fólki á svæðinu, m.a. yfir þeim sem þessa dagana sækja lífsbjörgina í sjó undir Jökli. Gangan hefst í Dritvík þar sem Bárður tók land og endar 24 tímum síðar í Tröðinni á Hellissandi.

Sólstöðugöngur hafa tíðkast á Snæfellsjökul á undaförnum árum. Á síðasta ári var gengið undir yfirskriftinni Lífsást undir Jökli (sjá nánar HÉR

) en nú þykir vel við hæfi að beina athyglinni að lífsbjörginni. Fiskimiðin við utanvert Snæfellsnes eru gjöful, nú sem fyrr, og þar er líflegt um að litast þessa dagana. Þar keppist hver við annann og þar hefur kappið leikið suman kappann grátt. Við slíkar aðstæður er holt að minnast góðra vætta og ekki síður björgunarsveitanna sem eru ávalt viðbúnar þegar neyðin kallar.

Allir sem koma að þessu verkefni gefa vinnu sína og allur ágóði rennur til björgunarsveitarinnar Lífsbjargar, ef einhver verður + áheitin. Það þýðir að þátttökugjaldi er stillt mjög í hóf en það eru góðfúsleg tilmæli til þátttakenda að þeir afli áheita sem gætu numið allt að öðru þátttökugjaldi. Annars framlög frjáls. Við væntum svo af þátttakendum að þeir verði örlátir á leiðbeiningar eftir gönguna um það sem gera má betur.

Skoðið HÉR   nánari lýsingu á þessum menningarviðburði. (Here in English

Mávur l Kt.: 680509-0850 l Bnr: 0111-26-10080 l VSK 104164 l Sími: 845 1780 l Netfang: [email protected]